Ókind af Adam borin
DOI:
https://doi.org/10.33112/Keywords:
Ágústínus frá Hippó, Ísidórus frá Sevilla, skrímsl, íslenskar miðaldabókmenntir, kristileg heimsmyndAbstract
Í þessari grein verður tekin til skoðunar röksemdafærsla heilags Ágústínusar frá Hippó úr riti hans Guðsríkinu, þess efnis að, séu skrímsl yfirleitt til, þá hljóti þau að vera sköpuð af Guði, og séu þau ennfremur mennsk þá hljóti þau að vera afkomendur Adams og Evu. Það vakti ekki fyrir Ágústínusi að sanna tilvist skrímsla en þannig var þessari röksemdafærslu engu að síður tekið af heilögum Ísidórusi frá Sevilla og öðrum síðari tíma hugsuðum. Þvínæst eru áhrifum þessarar hugmyndar og síðari túlkunum á henni gerð skil og í hvaða mynd hún barst til Íslands á síðmiðöldum.
Downloads
Published
2026-01-09
Issue
Section
Articles