Ég var bara stelpa og þegar kris, rétturinn, kom saman mátti ég ekki segja orð nema ég væri spurð og ef ég var vitni, sakborningur eða þolandi í málinu. Ef ég vildi taka til máls, varð ég fyrst að ávarpa einn af körlunum í mínum ættflokki, pabba minn, bróður eða eiginmann. Annars hefði verið litið á mig sem illa uppalinn kvenmann og enginn hefði hlustað á mig.