Uno studio critico sulle Lezioni americane di Calvino.

Höfundar

  • Stefano Rosatti

Útdráttur

Árið 1986 var Italo Calvino boðið til Harvard-háskóla til að halda fyrirlestra á vegum Charles Eliot Norton Poetry Lectures. Hann var fyrsti Ítalinn sem hlotnaðist þessi heiður. Hann átti að halda sex fyrirlestra um markmið og framtíð bókmennta, en lést í september 1986, nokkrum vikum áður en hann hugðist fara til Bandaríkjanna. Eiginkona hans varðveitti handritið að fyrirlestrunum, sem voru síðan gefnir út 1989 (enskur titill: Six Memos for the Next Millennium; ítalskur titill: Lezioni americane, sei proposte per il prossimo millennio). Verkið er talið besta fræðirit Calvinos. Það hefur verið þy?tt á meira en fimmtán tungumál og verið notað í háskólakennslu, bæði á Ítalíu og í öðrum löndum, sem fyrirmynd að samanburðarrannsóknum í bókmenntum. Calvino var aldrei hrifinn af kenningum, og leit á þær sem afþreyingu, eins og hann sagði sjálfur í viðtali nokkrum mánuðum áður en hann lést. Markmið greinarinnar er að benda á veikleika í samanburðaraðferðum Calvinos. Auk þess skoðar greinarhöfundur ástæðuna fyrir vinsældum þessa verks Calvinos sem hefur orðið metsölubók víða um heim. Að lokum bendir hann á að aðferð Calvinos sé „einföldun“, það er að segja, hún krefst ekki sérstakrar bókmenntafræðilegrar kunnáttu (í bókmenntasögu, þekkingarfræði eða textafræði). Þess vegna á aðferð hans vel við í mörgum hugvísindadeildum nú á dögum, sem þurfa að berjast við vaxandi niðurskurð og tímaskort, en ein afleiðing þess er að innan þeirra gefst lítið ráðrúm til að kafa dy?pra í fræðin.

Lykilorð: Calvino, bókmenntir, léttleiki, samanburðaraðferð, póstmódernismi

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Þemagreinar