Undirbúningur verðandi stærðfræðikennara í ljósi hugtakaskilnings og hugsmíðahyggju

Höfundar

  • Friðrik Diego
  • Kristín Halla Jónsdóttir

Lykilorð:

Stærðfræðilegur undirbúningur, hugtakaskilningur, hugsmíðahyggja, starfshæfni, gagnrýnin og greinandi hugsun, þrautalausnir

Útdráttur

Í greininni er fjallað um rannsókn á hugtakaskilningi verðandi stærðfræðikennara. Hugtakaskilningur og röksemdafærsla eru undirstöðuþættir í stærðfræðilegri hæfni og samkvæmt hugsmíðahyggju er aðalhlutverk stærðfræðikennara að skapa aðstæður sem ýta undir það að hugtakaskilningur nemenda þeirra mótist. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hugtakaskilning og stærðfræðilega ígrundun þátttakenda til að leggja mat á það hvort undirbúningur í fræðilegri stærðfræði í kennaranámi tæki nægilegt mið af því að undirbúa nemendur undir að starfa af fagmennsku í anda hugsmíðahyggju. Þátttakendur voru tólf kennaranemar, allir á stærðfræðikjörsviði. Gagnaöflun fólst í að leggja fyrir þátttakendur verkefni af nokkrum sviðum stærðfræðinnar og greina glímu þeirra við viðfangsefnin bæði með umræðum og yfirferð á skriflegum úrlausnum. Niðurstöður benda til þess að í kennaranámi þurfi að leggja meiri áherslu á að styðja kennaranema til að fóta sig vel í hugtakaheimi stærðfræðinnar og í heimi formlegrar stærðfræði þar sem röksemdafærsla skipar öndvegi.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar