Forystuhegðun skólastjóra við að þróa forystuhæfni skóla

Höfundar

  • Sigríður Margrét Sigurðardóttir
  • Rúnar Sigþórsson

Lykilorð:

Skólastjórnun, forysta, forystuhæfni skóla, forystuhegðun, skólaþróun

Útdráttur

Í greininni er fjallað um hluta af niðurstöðum rannsóknar á þætti skólastjóra í að byggja upp forystuhæfni í grunnskóla. Starfshættir hans voru metnir út frá líkani Lambert (2006) af því hvernig forystuhegðun skólastjóra hefur áhrif á slíka hæfni. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn í grunnskóla sem hafði þróað starfshætti sína á um tíu ára tímabili undir forystu sama skólastjóra. Gögnum var safnað með hálfformgerðum viðtölum, vettvangsathugunum, spurningakönnun, skjalarýni og óformlegum samtölum. Þátttakendur voru valdir úr öllum hópum skólasamfélagsins. Niðurstöður bentu til þess að skólastjórinn hefði náð valdi á starfsháttum sem taldir eru stuðla að forystuhæfni skóla og að forystuhegðun hans, persónulegir eiginleikar, þekking og færni hefði skipt sköpum í því að efla forystuhæfni skólans.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar