Trú leikskólabarna á eigin getu: Nokkur tilbrigði við aðferðafræðileg stef úr kenningu Bandura

Höfundar

  • Guðrún Alda Harðardóttir
  • Kristján Kristjánsson

Lykilorð:

Trú á eigin getu, Bandura, sjálfsmælingar, aðferðafræði, leikskólar

Útdráttur

Rannsóknarspurning greinarinnar er: Hvernig er unnt að framkvæma árangursríkar rannsóknir á trú leikskólabarna á eigin getu í anda kenningar Bandura og hvaða aðferðafræðilegar ályktanir má draga af því fyrir rannsóknir á trú á eigin getu almennt? Greinin skyggnir þessa spurningu út frá ýmsum sjónarhornum: leikskólamiðuðum, aðferðafræðilegum og heimspekilegum. Meginniðurstaðan er sú að málþroski leikskólabarna útiloki ekki beitingu kenningar Bandura. Hins vegar sé þá nauðsynlegt að þróa annars konar mælitæki á trú á eigin getu en hin hefðbundnu sjálfsmatspróf sem notuð eru við rannsóknir á eldri börnum og fullorðnum. Stungið er upp á beitingu uppeldisfræðilegrar skráningar sem vænlegu mælitæki og tekin dæmi um hvernig beita má því til greiningar á gögnum úr yfirstandandi doktorsrannsókn fyrri höfundar. Víðtækari ályktun greinarinnar er að takmarkanir sjálfsmatsprófa í rannsóknum á fullorðnum séu vanmetnar. Hefðbundin sjálfsmatspróf á trú á eigin getu mæla ekki endilega slíka trú heldur skoðun einstaklingsins á því hver trú hans er á eigin getu. Því þarf að huga að aðferðafræðilegum kostum þess að þróa hlutlægari mælikvarða á trú á eigin getu almennt.

Niðurhal

Útgefið

2015-09-21

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar