Editorial preface
Abstract
Kreppur hafa lengst af verið viðfangsefni hagfræðinga og hagsögufræðinga, enda kreppur sem slíkar efnahagslegar. Á undanförnum árum hefur þó færst í vöxt að aðrar greinar félagsvísindanna skoði kreppur enda hafa þær áhrif lang út fyrir efnahagslífið. Raunar má segja að kreppur nálgist að vera náttúruleg tilraun þar sem hraðar breytingar á aðstæðum skapa félagsvísindafólki tækifæri til að prófa vissar kenningar.
Í þessu hefti eru sex greinar eftir félagsfræðinga sem skoða einhverja hlið bankahrunsins. Þessar greinar eru sýnishorn af framlagi félagsfræðinnar til rannsókna á afleiðingum hrunsins fremur en tæmandi yfirlit. Saman gefa þær ágætta mynd af fjölbreytni félagsfræðinnar og þeirri þekkingu sem hún hefur fram að færa á málefnum samtímans.
Downloads
Published
Issue
Section
License

This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License.