„… við verðum líka að spara prestana!“ Um trúarhugmyndir Halldórs Laxness og tæknihyggju á þriðja áratugnum
Útdráttur
Greinin „Þjóðkirkja og víðboð“ birtist rösku ári eftir að Halldór skírðist til kaþólskar trúar og í henni má greina vísi að málflutningi Halldórs nokkru síðar í Kaþólskum viðhorfum en ekki er síður forvitnilegt hvernig Halldór sviðsetur trúarlega sannfæringu sína á þessum tíma í greininni (sannfæringu sem hverfist mjög um afstöðu til lúthersks siðar) og hvernig þessi sama trúarlega sannfæring á samleið með hugsjónum „opingáttarmannsins“ sem boðaði kosti hins tæknivædda nútíma sem enn hafði ekki að fullu gengið í garð á Íslandi. Í þessari grein eru skrif Halldórs um þjóðkirkju og víðboð skoðuð í ljósi samlífs og togstreitu hugmynda um varanleg gildi og æðri sannleik annars vegar og meðvitundar um gildi og mikilvægi hinnar veraldlegu framfarahugsjónar hins vegar. Þá verður gætt að stílbrögðum Halldórs og hvernig afstaða hans í garð mótmælendatrúar virðist í fyrstu eiga samleið með umræðunni um framkomu ljósvakamiðla, en tekur óvænta beygju áður en yfir lýkur, og vísbendingar gera vart við sig um þau viðhorf sem síðar áttu eftir að verða áberandi í hugsun hans um tæknimiðla tuttugustu aldar og áhrifamátt þeirra. Að lokum verður vikið að því hvernig greinin kallast á við fyrsta leikrit Halldórs, Straumrof (1934), er út kom röskum áratug síðar.
Abstract
Halldór Laxness’ essay „Þjóðkirkja og víðboð“, published in 1924, points towards his later treatise Kaþólsk viðhorf while it is also indicative of the state of Laxness’ religious views at the time – not least his open hostility to Lutheranism – and the manner in which his religious adherence co–existed with his progressive proselytizing for technological modernity. The article examines Laxness’ essay in the context of these two seemingly opposed viewpoints, the call for modernization and the importance placed on religion, and pays particular attention to Laxness rhetorical strategies and how his portrayal of protestantism seems at first to be aligned with his discussion of the emergence of the new mass media, before veering off in a somewhat unexpected direction, but one that points towards his later critique of the culture industries. Finally, parallels are drawn between Laxness’ discussion of the radio in the essay and the role radio technology plays in his first theatrical play, Straumrof.