Sumarið er tíminn, sagði skáldið. Sumarið er tíminn þegar fyrra hefti Ritraðarinnar kemur út á árinu. Að þessu sinni færir Ritröð Guðfræðistofnunar — eina tímarit sinnar tegundar á Íslandi — lesendum sínum sjö fræðigreinar og einn ritdóm og líkt og áður er um fjölbreytt og spennandi efni að ræða.