„Britney fokkíng Spears.“ Kærur Vantrúar og innihaldsgreining í hugvísindum

Höfundar

  • Guðni Elísson

Útdráttur

Í febrúar 2010 kærðu trúleysissamtökin Vantrú trúarbragðafræðikennarann Bjarna Randver Sigurvinsson til siðanefndar Háskóla Íslands fyrir námskeiðið Nýtrúarhreyfingar. Þótt Bjarni væri að lokum sýknaður af öllum ásökunum í málinu í október 2012, eftir langa og erfiða málsmeðferð, hefur félagið haldið gagnrýni sinni til streitu. Hér er leitast við að sýna hvernig stórorðalistar þeir sem deilt hefur verið á Bjarna fyrir að nota í grein-ingu á samtökunum eru liður í lýsingu á átökunum sem einkenna íslenska trúarumræðu. Þeim er ætlað að draga fram samskiptastíl sem vekur þreytu eða óþol hjá einstaklingum beggja vegna borðsins, en Bjarni beitir þar gamalkunnri innihaldsgreiningu til þess að draga fram ákveðin tjáskiptamynstur.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-15