Í minningu þeirra

Höfundar

  • Lilliam Moro

Útdráttur

Ó þið skáld skáldanna sem deyið ung eða takið eigið líf gefist upp fyrir þriggja stafa veirunni opnið dyrnar svo krabbinn nær að skáskjóta sér inn að eyða ykkur innan frá eins og stóra ástin. Ó þið skáld skáldanna, sem fyrirlítið fullvissu, þið töturklæddu spellvirkjar, sem kjósið blossa gullgerðarinnar til að skapa draumaheima í stað uppgerðar, ófullburða myndlíkinga, verðlauna sem öllu stjórna, hins vangans sem boðinn er þeim sem ræður viðurkenningum og hungri. Ó skáld skáldanna, þið sem hættið á gleymsku, hinn versta dauða.

Útgefið

2018-11-13

Tölublað

Kafli

Þýðingar