Transliterating Icelandic names into Japanese Katakana Words. An Exploratory Study.

Höfundar

  • Kaoru Umezawa

Útdráttur

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hver þeirra aðferða sem til greina koma við umritun íslenskra mannanafna á japönsku komist næst því að skila íslenskum framburði nafnanna að mati þátttakenda í rannsókninni. Í rannsókninni eru greind átta mismunandi hljóð sem eru án samsvörunar milli tungumálanna og gerð grein fyrir viðbrögðum þátttakenda, sem höfðu y?mist íslensku eða japönsku að móðurmáli, við mismunandi lausnum. Þrír hópar, Íslendingar á fyrsta ári í japönskunámi, Íslendingar á öðru ári í japönskunámi og fólk með japönsku að móðurmáli, voru beðnir að hlusta á hljóðupptöku af nokkrum mögulegum umritunum og velja þá útgáfu sem þeir töldu að kæmist næst upprunalegum íslenskum framburði. Heildarniður staða tilraunarinnar er sú að sömu tilhneigingar gætti hjá bæði japönsku og íslensku þátttakendunum varðandi allar þessar átta gerðir af hljóðum. augljóst var þó að munur milli tungumálanna hafði áhrif á val orða í einhverjum tilvikum. Þörf er á nánari greiningu, byggðri á stærra úrtaki gagna, einkum í þeim dæmum þar sem Japanir og Íslendingar hneigðust í mismunandi áttir. gera þyrfti frekari athuganir á þeim nöfnum þar sem útkoman féll ekki að meginniðurstöðu rannsóknarinnar.

Niðurhal

Útgefið

2015-01-17

Tölublað

Kafli

Aðrar greinar