Reikningsbækur tveggja alda: Markmið, markhópar og gildi

Kristín Bjarnadóttir

Útdráttur


Skoðaðar eru sex íslenskar kennslubækur í reikningi sem voru notaðar á Íslandi á árabilinu 1780–1980; markhópar þeirra, markmið og gildismat höfundanna. Allar bækurnar lúta sniði reikningsbóka frá lokum miðalda. Siðaboðskapar Lúthers gætir í sumum bókanna en einnig áhrifa upplýsingarstefnunnar. Bækurnar voru allar ritaðar af ungum eldhugum á vandaðri íslensku en þeir höfðu að nokkru ólíkar hugmyndir um nám og kennslu. Markhópur þeirra var aðallega ungt fólk í sjálfsnámi og markmiðið var að lyfta menntunarstigi Íslendinga með því að kenna undirstöðuatriði reiknings og ráðdeild í meðferð fjármuna. Baksvið bókanna er gamla bændaþjóðfélagið fremur en vaxandi bæjasamfélag.

Efnisorð


Reikningur; reikningsbækur; gömul gildi; bændaþjóðfélag; sjálfsnám

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir