Framfarir í handskrift hjá grunnskólabörnum í Reykjavík: Langsniðsrannsókn 1999–2005
Útdráttur
Árið 1984 var gerð róttæk breyting á handskriftarkennslu í íslenskum grunnskólum þegar nýtt forskriftarletur var tekið í notkun. Markmið þeirrar rannsóknar sem hér er lýst var í fyrsta lagi að kanna framfarir í handskrift hjá grunnskólabörnum eftir að nýja letrið var tekið í notkun. Í þessu skyni var fylgst með framförum 160 grunnskólabarna í Reykjavík í 1.–6. bekk. Breytingin á forskriftarletrinu virðist meðal annars hafa verið rökstudd með þeirri skoðun að gamla letrið hægði á framförum í skrift hjá börnunum. Í öðru lagi var það því markmið þessarar rannsóknar að greina þá þætti sem torvelduðu framfarir barnanna í handskrift. Greiningin sýndi að það sem mest torveldaði framfarir var að börnin lærðu bókstafaformin ekki rétt þegar þau voru kennd í fyrsta sinn, ekki gerð forskriftarletursins.
Efnisorð
Ísland; handskrift; forskriftarletur; framfarir
Heildartexti:
PDFBaktilvísanir
- Engar baktilvísanir