Fjölmenningarlegt námssamfélag: Reynsla nemenda af alþjóðlegu námi í menntunarfræði við Háskóla Íslands

Hanna Ragnarsdóttir, Hildur Blöndal

Útdráttur


Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var árið 2011 á áhrifum náms sem byggt er upp og mótað á grunni gagnrýninnar uppeldisfræði og með útgangspunkt í styrkleikum nemenda í fjölbreyttum alþjóðlegum hópi. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu námi í menntunarfræði við Háskóla Íslands hefur haft á líf og störf sjö nemenda af erlendum uppruna. Þátttakendur voru konur á aldrinum 23–46 ára sem höfðu nýlokið alþjóðlegu námi í menntunarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið eða voru langt komnar í náminu. Rannsóknin var tvíþætt: Nemendunum var annars vegar skipt í tvo rýnihópa og hins vegar voru þeir beðnir um að skrifa frásögn um reynslu sína af náminu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þátttakendur hafi upplifað valdeflingu í námi sínu og fjölmenningarlegt námssamfélag í reynd. Konurnar lýstu því hvernig námið hefur gefið þeim ný tækifæri, nýjar hugmyndir, opnað þeim nýjar leiðir og aukið sjálfstraust þeirra. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að hugmyndafræði námsleiðarinnar hafi skilað sér til þátttakenda.

Efnisorð


Gagnrýnin uppeldisfræði; alþjóðlegt nám í menntunarfræði; nemendur af erlendum uppruna; valdefling; fjölmenningarleg námssamfélög

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir