Lífsgæði 8–17 ára getumikilla barna með einhverfu: Mat barna og foreldra þeirra

Linda Björk Ólafsdóttir, Snæfríður Þóra Egilson, Kjartan Ólafsson

Útdráttur


Rannsóknin beindist að upplifun getumikilla barna með einhverfu á lífsgæðum sínum samanborið við jafnaldra í samanburðarhópi og því hvernig foreldrar barnanna meta lífsgæði þeirra. Notað var lýsandi samanburðarþversnið og var gögnum safnað með matslistanum KIDSCREEN-27 sem metur lífsgæði. Alls svöruðu 109 börn og 129 foreldrar í rannsóknarhópi og 251 barn og 286 foreldrar í samanburðarhópi. Lífsgæði barna með einhverfu voru metin marktækt minni en meðal jafnaldra í samanburðarhópi á öllum víddum, bæði af börnunum sjálfum og foreldrum þeirra. Börn með einhverfu mátu lífsgæði sín minna en hálfu staðalfráviki frá meðaltali matslistans á öllum lífsgæðavíddum. Lægstu skorin voru á víddunum Hreyfiathafnir og heilsa og Vinatengsl. Foreldar í rannsóknarhópi mátu lífsgæði barnanna meira en hálfu staðalfráviki frá meðaltali í lífsgæðavíddunum Hreyfiathafnir og heilsa, Líðan og sjálfsmynd, Vinatengsl og Skóli og nám. Á þeim víddum var marktækur munur á mati barna og foreldra. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að huga sérstaklega að lífsgæðum barna með einhverfu.

Efnisorð


Lífsgæði; getumikil börn; einhverfa; KIDSCREEN-27; sjálfsmat

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir