Félagsuppeldisfræði: Félagsfræði og starf á vettvangi

Gestur Guðmundsson, Árni Guðmundsson

Útdráttur


Félagsuppeldisfræði og félagsfræði spruttu úr sama jarðvegi. Í fræðigreininni félagsfræði reyndu menn að skilja örar samfélagsbreytingar og félagsfræðingar sáu að nútímavæðing skapaði viðkvæma hópa sem þurftu sérstakan stuðning. Á sama tíma varð félagsuppeldisfræðin til sem samheiti yfir margvíslegt menntunarstarf, sem leitast við að efla samfélagsþátttöku þeirra sem standa höllum fæti.

Samspil félagsfræði og félagsuppeldisfræði hefur oft verið tilviljanakennt en á síðustu áratugum hafa margir félagsuppeldisfræðingar leitast við að nota félagsfræðilegar nálganir sem eru raktar til upphafsmanna fræðigreinarinnar, svo sem Karls Marx, Ferdinands Tönnies, Emiles Durkheim og Georges Herberts Mead. Í þessari grein eru nokkur nýleg verk félagsuppeldisfræðinga á Norðurlöndum og í Þýskalandi skoðuð í ljósi kenninga nokkurra helstu félagsfræðinga á 20. öld.

Það einkennir þessi verk að höfundarnir styðjast, hver fyrir sig, við einstaka félagsfræðinga. Í greininni er lýst sögulegri þróun sem ætti að hvetja norræna félagsuppeldisfræðinga (og starfsfélaga þeirra um allan heim) til að beita fleiri nálgunum í rannsóknum og starfi og til að skoða viðfangsefni sitt frá fleiri sjónarhornum.


Efnisorð


félagsuppeldisfræði; félagsfræði; félagslegt samfélag/viðskiptasamfélag; menningarleg leysing; vélræn/lífræn samheldni

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.7

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Tímarit um uppeldi og menntun

ISSN 2298-8394 (prentuð útg.)
ISSN 2298-8408 (rafræn útg.)


Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.