Lýðræðisleg gildi, samræða og hlutverk menntunar

Vilhjálmur Árnason

Útdráttur


Ákvæði grunnskólalaga um að búa eigi nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi er hér skoðað í ljósi hugmynda Sigrúnar Aðalbjarnardóttur. Skólastarf í anda þessa ákvæðis veltur óhjákvæmilega á því hvaða skilningur er lagður í lýðræði, hvað það þýði að búa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Kynnt eru til sögunnar þrjú lýðræðisviðhorf sem fela í sér ólíka sýn á borgarana og mismunandi hugmyndir um borgaravitund nemenda sem búa skal undir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Því er haldið fram að í menntunarkenningu og menntunarstarfi Sigrúnar sé samræðuhæfni lykilhugtak sem felist einkum í því að fást farsællega við félagslegan ágreining og mynda samstöðu um sameiginleg gildi. Samkvæmt Sigrúnu beinist samræðan síður að því að meta vægi raka og réttmæti gilda, en það krefst ræktunar gagnrýninnar hugsunar og rökræðufærni. Færð eru rök fyrir því að bæði samstaða um lýðræðisleg gildi og gagnrýnin rökræða sé nauðsynleg til að takast á við þær áskoranir sem lýðræðissamfélagið stendur nú frammi fyrir.

Efnisorð


gildi; Habermas; lýðræði; samræða; þroski

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.13

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Tímarit um uppeldi og menntun

ISSN 2298-8394 (prentuð útg.)
ISSN 2298-8408 (rafræn útg.)


Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.