Borgaravitund ungmenna skoðuð í ljósi uppeldissýnar foreldra þeirra

Ragný Þóra Guðjohnsen, Hrund Þórarins Ingudóttir

Útdráttur


Mikilvægt er fyrir framtíð lýðræðissamfélaga að hlúa strax í æsku að borgaravitund barna og ungmenna, bæði góðum gildum og þátttöku í samfélaginu. Í þessari tilviksrannsókn var skoðað hvernig borgaravitund tveggja ungmenna endurspeglar uppeldissýn foreldra þeirra og gefa meginniðurstöður hennar til kynna skýra samsvörun þar á milli. Veganesti foreldranna var áhersla á náin samskipti sem einkenndust af umhyggju og stuðningi, djúpar samræður og gildismat þar sem vægi virðingar, skilnings, velferðar samborgara og samfélagsábyrgðar var mikið. Þá nefndu bæði foreldrarnir og ungmennin mikilvægi nokkurra óformlegra borgaralegra viðmiða, eins og að fylgja lögum, vera vinnusamur og koma vel fram við aðra. Gildi rannsóknarinnar liggur í vísbendingum um að foreldrar gegni mikilvægu hlutverki við að efla borgaravitund barna sinna. Til að styðja við borgaravitund ungmenna þurfa foreldrar að setja það í forgang í uppeldinu að rækta góð samskipti, hlúa að gildismati og gefa samræðu þar sem rædd eru ólík sjónarmið og lausnir fundnar aukið vægi.

Efnisorð


borgaravitund; ungmenni; foreldrar; gildi; samskipti

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.10

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Tímarit um uppeldi og menntun

ISSN 2298-8394 (prentuð útg.)
ISSN 2298-8408 (rafræn útg.)


Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.