Félagslegur ójöfnuður og sállíkamlegar umkvartanir unglinga 2006–2018

Ársæll Már Arnarsson

Útdráttur


Lök lífsskilyrði unglinga, hvort heldur sem þau felast í bágri fjárhagsstöðu heimilisins ellegar í miklum samfélagslegum ójöfnuði, eru heilsufarslegur áhættuþáttur. Í þessari rannsókn voru notuð gögn úr íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna (Health Behaviour in School-Aged Children – HBSC). Svörum var safnað frá nemendum í 6., 8. og 10. bekk árin 2006, 2010, 2014 og 2018. Þeir voru spurðir um tíðni höfuðverkja, magaverkja, bakverkja, depurðar, pirrings, svefnörðugleika og verkja í hálsi, herðum og útlimum. Félagshagfræðileg staða var metin út frá spurningu um fjárhagslega stöðu fjölskyldunnar miðað við aðra. Um þriðjungur unglinga upplifði tíða verki og vanlíðan. Tíðni þessara sállíkamlegu umkvartana jókst mikið á tímabilinu. Bág fjárhagsstaða fjölskyldu, tvö- til fjórfaldaði líkurnar á því að unglingar fyndu fyrir tíðum einkennum. Þessar niðurstöður gefa til kynna að mikilvægt sé fyrir þá aðila sem meðhöndla verki og vanlíðan ungmenna að kynna sér félagslega stöðu þeirra og hvaða áhrif hún getur haft.

Efnisorð


félagslegur ójöfnuður; sállíkamlegar umkvartanir; unglingar

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Tímarit um uppeldi og menntun

ISSN 2298-8394 (prentuð útg.)
ISSN 2298-8408 (rafræn útg.)


Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.