Má rekja mun á lesskilningi kynjanna til mismikillar þátttöku í skólastarfi?

Sigrún Jónatansdóttir, Kristján Ketill Stefánsson, Steinunn Gestsdóttir, Freyja Birgisdóttir

Útdráttur


Kynjamunur á lesskilningi, þar sem stúlkur standa sig betur en drengir, er nokkuð þekktur víða um heim. Einnig er vitað að virk þátttaka stúlkna í skólastarfi er meiri en drengja en tengsl virkrar þátttöku í skólastarfi og lesskilnings eru hins vegar minna þekkt. Aukin þekking á þessu sviði getur átt þátt í að bæta lesskilning ungmenna auk þess að draga úr þeim kynjamun sem fram kemur á lesskilningi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna (1) hvort kynjamunur kæmi fram á lesskilningi og virkri þátttöku í skólastarfi, (2) að hve miklu leyti kynjamunur á virkri þátttöku í skólastarfi geti skýrt kynjamun á lesskilningi (miðlunartilgáta) og (3) hvort virk þátttaka í skólastarfi skipti jafn miklu máli fyrir drengi og stúlkur þegar kemur að árangri í lesskilningi (tilgáta um mismunandi áhrif). Rannsóknin er byggð á gögnum úr langtímarannsókninni Þróun sjálfstjórnunar og farsæll þroski ungmenna á Íslandi. Alls tók 561 nemandi þátt. Mæling á virkri þátttöku í skólastarfi fór fram við upphaf 9. bekkjar og notaðar voru niðurstöður sömu nemenda úr lesskilningshluta samræmdra prófa í íslensku við upphaf 10. bekkjar. Formgerðargreining var notuð til að prófa tilgátur rannsóknarinnar. Drengir komu verr út úr lesskilningsprófum og sýndu minni virka þátttöku í skólastarfi en stúlkur. Virk þátttaka miðlaði að fullu áhrifum kyns á lesskilning og ekki fannst greinanlegur munur á forspá virkrar þátttöku í skólastarfi um lesskilning eftir kyni. Því er hugsanlegt að kynjamuninn á lesskilningi hafi mátt rekja til skorts á virkri þátttöku drengja í skólastarfi og að aukinn stuðningur við virka þátttöku í skólastarfi sé líklegur til að skila sér í auknum lesskilningi hjá báðum kynjum.

Efnisorð


virk þátttaka í skólastarfi; skuldbinding til náms og skóla; námsárangur; lesskilningur, kyn og unglingar

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/tuuom.2017.26.5

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Tímarit um uppeldi og menntun

ISSN 2298-8394 (prentuð útg.)
ISSN 2298-8408 (rafræn útg.)


Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.