Listin að mennta sumarskáld: Um kenningar Dr. Brodda Jóhannessonar

Þórólfur Þórlindsson

Útdráttur


Dr. Broddi Jóhannesson var einn áhrifamesti skólamaður tuttugustu aldar á Íslandi. Hann lét til sín taka á nánast öllum sviðum menntunar- og skólastarfs. Broddi var sjálfstæður hugsuður. Hann fléttaði saman vísindarannsóknir, íslenska bændamenningu, eigin athuganir og reynslu á afar frumlegan og sérstæðan hátt. Reyndar setti hann aldrei fram grundvallarkenningar sínar í samræmdri heild. Hann bauð ekki heldur upp á formúlur eða staðlaðar skyndilausnir í kennslu og skólastarfi. Þess í stað lagði hann áherslu á frelsi nemenda og kennara til þess að velja sér verkefni, ákveða kennsluaðferðir og efnistök, takast á við óvissu og efla kjark efans. Þannig vildi Broddi ná því markmiði skólastarfs að veita öllum nemendum jafnt sem kennurum tækifæri til þess að verða sjálfstæðir, skapandi einstaklingar, tilbúnir til þess að takast á við viðfangsefni daglegs lífs og sækja fram á eigin forsendum. Í þessari grein er fjallað um nokkrar grunnhugmyndir Brodda um uppeldi og skólastarf. Þá er leitast við að sýna fram á hvernig Broddi vann með þaulhugsað greiningarkerfi er setti manngildið ofar skrifræði, frelsi og sköpun ofar stöðluðum vinnubrögðum og gagnrýnin vinnubrögð ofar kennivaldi og kreddutrú.

Efnisorð


Broddi Jóhannesson; menntamál; kennsla; uppeldisfræði; vísindi; frelsi; mannúð

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/tuuom.2017.26.1

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Tímarit um uppeldi og menntun

ISSN 2298-8394 (prentuð útg.)
ISSN 2298-8408 (rafræn útg.)


Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.