Viðhorf ungmenna í íslensku fjölmenningarsamfélagi til menningar- og trúarlegs margbreytileika

Hanna Ragnarsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson, Gunnar E. Finnbogason, Halla Jónsdóttir

Útdráttur


Breytingar á samfélögum nútímans í átt til aukins fjölbreytileika hafa víðtæk áhrif á líf ungs fólks. Í íslensku samfélagi hefur hlutfall íbúa sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt aukist undanfarna áratugi (Hagstofa Íslands, 2015a) og trúarlegur fjölbreytileiki vaxið (Hagstofa Íslands, 2015b). Markmið greinarinnar er að lýsa viðhorfum ungmenna til fjölbreytileika fólks í íslensku samfélagi hvað varðar uppruna og trúarbrögð og viðhorf þeirra til trúariðkunar, jafnréttis, frelsis og mannréttinda. Beitt er þverfaglegri nálgun trúaruppeldisfræði, fjölmenningarfræði og uppeldisfræði. Notuð eru gögn úr stórri rannsókn á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks í íslensku fjölmenningarsamfélagi þar sem aðferðir voru blandaðar, megindlegar og eigindlegar. Fyrri hluti rannsóknarinnar var viðhorfakönnun í sjö framhaldsskólum. Niðurstöður úr viðhorfakönnuninni voru grundvöllur síðari hluta rannsóknarinnar þar sem gögnum var safnað í rýnihópaviðtölum við konur og karla af ólíkum uppruna í fimm af sömu skólum árin 2013 og 2014. Í greininni er fjallað um niðurstöður úr rýnihópaviðtölunum og þær bornar saman við nokkrar niðurstöður viðhorfakönnunarinnar. Niðurstöður benda til þess að unga fólkið sé jákvætt gagnvart menningar- og trúarlegum fjölbreytileika.

Efnisorð


ungmenni;íslenskt samfélag;menningar- og trúarlegur margbreytileiki;jafnrétti, mannréttindi

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Tímarit um uppeldi og menntun

ISSN 2298-8394 (prentuð útg.)
ISSN 2298-8408 (rafræn útg.)


Creative Commons License
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0 International License.