Saga tímaritsins

Tímaritið tekur við af tveimur eldri tímaritum, Uppeldi og menntun, og Tímariti um menntarannsóknir. Nýja tímaritið er gefið út í samstarfi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Félags um menntarannsóknir sem gáfu hin tímaritin út, hvort fyrir sig. Í fyrstu var samið um útgáfuna til tveggja ára. Ákveðið var að láta árgangaröð eldra tímaritsins halda áfram þannig að hér birtist 25. árgangur. Fyrst um sinn kemur ritið út tvisvar á ári: Um miðjan júní og miðjan desember. (júní 2016)