Gyðingurinn Páll. Nýjustu viðhorf í rannsóknum á postulanum og gyðinglegu samhengi hans

Rúnar M. Þorsteinsson

Útdráttur


Í greininni eru kynntar nýjar áherslur í rannsóknum á Páli postula í gyðinglegu samhengi hans. Gefið er almennt yfirlit yfir rannsóknarsöguna í þessu tilliti, einkum í ljósi þeirra andgyðinglegu viðhorfa sem hafa átt stóran þátt í því að móta hefðbundinn skilning á Páli og boðskap hans. Kynntar eru þær áherslur sem nefndar hafa verið „hið nýja viðhorf til Páls“ (e. The New Perspective on Paul) og voru áberandi á síðari hluta 20. aldar og eru nokkuð áberandi enn í dag. En meginþungi greinarinnar liggur í kynningu á enn nýrra viðhorfi sem ýmist er nefnt „hið róttæka nýja viðhorf“ (e. The Radical New Perspective) eða „Páll innan gyðingdóms“ (e. Paul within Judaism), en það viðhorf hefur verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum, einkum í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Samkvæmt þessu viðhorfi yfirgaf Páll hvorki gyðingdóm né hafnaði honum, heldur var hann ávallt gyðingur, jafnvel eftir að hann tók trú á Jesú sem messías, og hann ritaði bréf sín inn í gyðinglegt samhengi 1. aldar. M.ö.o., samhengi boðskapar hans var ekki „kristið“ í þeim skilningi að það hafi verið eitthvað annað en gyðinglegt — kristindómurinn var ekki til sem slíkur á tímum Páls.

Abstract


This article presents new perspectives in research on the apostle Paul in his first-century Jewish context. The article provides a general overview of the history of research in this respect, especially in light of the antisemitic attitudes and perceptions that have played an important role in the formation of the traditional view of Paul and his message. The so-called “New Perspective on Paul“, which was prominent in the late 20th century, is briefly presented and discussed. But the main emphasis of the article is the presentation of a more recent view that is either called “The Radical New Perspective on Paul“ or (more appropri-ately) “Paul within Judaism“. This new approach is gaining more and more support in New Testament scholarship, particularly in the United States and in the Nordic countries. According to this perspective, Paul neither abandoned nor rejected Judaism, but remained a Jew, even as a believer in Christ, and he wrote his letters into a first-century Jewish context. In other words, the context of Paul’s message was not “Christian” in the sense that it was something else than Jewish — Christianity did not exist as such in Paul’s time.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Ritröð Guðfræðistofnunar