Aðskilnaður ríkis og kirkju. Almenn umræða á „stuttri tuttugustu öld“. Fyrri grein - Með aðskilnaði

Hjalti Hugason

Útdráttur


Í greininni er fjallað um umræður um aðskilnað ríkis og kirkju á Íslandi á 80 ára tímabili (um 1915–1995) sem kallast hér stutt 20. öld. Hér verður fengist við sjónarmið sem færð voru fyrir aðskilnaði. Í síðari grein verður aftur á móti fengist við rök sem færð voru gegn honum. Aðskilnaður átti fylgi að fagna bæði meðal þeirra sem voru kirkjunni fylgjandi og hinna sem voru henni andvígir.

Margs konar kirkjuleg, guðfræðileg eða trúarleg rök voru færð fyrir aðskilnaði. Í fyrstu var bent á að með tilkomu frjálslyndu guðfræðinnar væri kominn fram klofningur í þjóð-kirkjunni þar sem tækjust á tvær algerlega andstæðar fylkingar. Fylgjendur hefðbundinnar túlkunar á lútherskum trúarkenningum litu svo á að þar sem þjóðkirkjunni bæri samkvæmt stjórnarskránni að vera evangelísk-lúthersk ætti frjálslynd guðfræði og fleiri nýjungar á trúarlega sviðinu ekki heima innan hennar. Því væri best að skilja að ríki og kirkju sem fyrst þannig að hvor fylkingin gæti farið sína leið í framtíðinni. Síðar tók meira að bera á því sjónarmiði að tengsl ríkis og kirkju heftu frelsi þjóðkirkjunnar til starfs og boðunar. Þá voru færð samkirkjuleg rök með aðskilnaði og að eðlilegt væri að trúfélögin í landinu störfuðu sem mest á jafnréttisgrundvelli þótt þau væru misfjölmenn.

Margir urðu til að mæla fyrir aðskilnaði á grundvelli mannréttindaraka. Þeir sem lengst gengu í þá átt litu svo á að þjóðkirkjufyrirkomulagið gerði stjórnarskrárvarið trúfrelsi lands-manna í raun að engu. Einnig var bent á að þjóðkirkjan nyti margháttaðs beins og óbeins stuðnings af hálfu ríkisvaldsins sem léti háar fjárhæðir af hendi rakna af almennu skattfé starfi hennar til eflingar. Þannig tækju allir landsmenn óbeinan þátt í að kosta starf hennar óháð kirkjuaðild, guðfræðiskoðunum og trúaráhuga. Allt var þetta talið leiða til augljósrar mismununar milli þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga, sem og mismununar gagnvart þeim er stæðu utan allra trúfélaga.

Loks mæltu ýmsir með aðskilnaði af beinum fjárhagsástæðum. Bentu þeir á að hið opin-bera verði háum fjárhæðum til kirkjustofnunarinnar sem gegndi þó fáum hlutverkum í sam-félaginu þegar frá væri talið hið kirkjulega verkefni hennar sem ríkinu ætti að vera óviðkomandi.

Abstract


In this article and another which follows the author analyses the discourse about the separation of the state and the national church in Iceland over the period 1915–1995 — called “the short 20th century”. In this first article it will be dealt with the arguments for separation. In the second one views against separation will be discussed.

Various ecclesiastical, theological or religious arguments were presented for separation. First it was pointed out that the liberal theology had made a schism within the national church which according to the constitution of Iceland should be evangelical-Lutheran. Therefore, it would be best to separate the church from the state as soon as possible so that the liberal ones and the conservatives could go their own ways in the future. Later it was stated that the separation between the state and the national church increased the freedom of church in fulfilling its vocation. It was also argued for separation from the ecumenical point of view and stated that the religious communities in the country should stand on equal footing in spite of various size.

Many advocated for separation on the basis of human rights views. Some of them stated that the national church system effectively prevented the constitutional religious freedom of the people. It was also pointed out that the national church enjoyed a multitude of direct and indirect economical support from the state. In this way, all Icelanders indirectly participated in the cost of churchwork regardless of their church membership and religious beliefs.

Finally, some recommended separation of financial reasons. They pointed out that the state invested large sums in the church, which, however, had few formal roles in the society.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Ritröð Guðfræðistofnunar