Aðferð eða opinberun? Ritdeila Adolfs von Harnack og Karls Barth 1923. Þýðing með inngangi og skýringum

Haraldur Hreinsson

Útdráttur


Snemma árs 1923 birtust á síðum þýska guðfræðitímaritsins Christliche Welt skoðanaskipti guðfræðinganna Adolfs von Harnack (1851–1930) og Karls Barth (1886–1968). Þar tókust á tveir áberandi fulltrúar þeirra stefna sem hafa haft hvað mest áhrif á guðfræðiumræðu mótmælenda eftir upplýsinguna. Harnack var álitinn leiðtogi hinnar frjálslyndu guðfræði-hefðar en Barth forsprakki hins svonefnda nýrétttrúnaðar eða díalektísku guðfræðinnar, guðfræðihreyfingar sem sótti mjög í sig veðrið á þessum árum. Skoðanaskipti guðfræðing-anna tveggja vöktu mikla athygli á sínum tíma og teljast enn í dag til merkisatburða í guð-fræðisögu 20. aldarinnar. Í þessari grein eru skoðanaskiptin þýdd, skýrð og sett í samhengi.

Abstract

In early 1923, a correspondence between the theologians Adolf von Harnack (1851–1930) and Karl Barth (1886–1968) appeared in the German theological journal Christliche Welt. Respectively, Harnack and Barth represented two of the most prominent post-Enlighten-ment theological currents. At the time, Harnack was widely regarded as the leading voice of theological liberalism while Barth was seen as the champion of neo-orthodoxy or dialectical theology, a theological movement on the rise. The correspondence attracted much attention and still today it is seen amongst the most important theological debates of the 20th century. The present article contains a translation of the original 15 questions posed by Harnack and Barth’s answers to them and a commentary on the debate.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Ritröð Guðfræðistofnunar