Glíman við þögn Guðs í kvikmynd Martins Scorsese, Silence

Gunnar J. Gunnarsson

Útdráttur


Greinin fjallar um kvikmynd Martins Scorsese, Silence, sem er byggð á samnefndri skáldsögu eftir japanska rithöfundinn Shusaku Endo. Þar segir frá tveimur jesúítaprestum sem halda til Japans í leit að læriföður sínum, en sögusagnir höfðu borist um að hann hefði afneitað trú sinni. Þegar þeir koma til Japans mæta þeim grimmilegar ofsóknir gegn kristnu fólki. Sagan fylgir einkum öðrum þeirra en trú hans er alvarlega ógnað þegar hann upplifir þögn Guðs í þeim hræðilegu aðstæðum sem hann fær að reyna. Glíman við fjarveru og þögn Guðs andspænis reynslunni af böli og þjáningu hefur löngum orðið mönnum íhugunarefni og má sjá dæmi um slíkt víða, t.d. í harmljóðum og sálmum Gamla testamentisins. Í greininni verður skoðað hvernig Scorsese tekst á við þá glímu í kvikmyndinni í ljósi kaþólsks bak-grunns hans. Jafnframt er skoðað hvernig samsömunin við Krist og þjáningar hans reynist áhugaverður túlkunarrammi fyrir kvikmyndina.

Abstract
The article focuses on Martin Scorsese's film, Silence, which is based on a novel by Shusaku Endo. The story is about two Jesuit priests who go to Japan in search of their mentor, because of rumors that he had denied his faith. When they come to Japan, they face fierce persecution against Christian people. After the death of one of them the story follows the other one. His faith is seriously threatened when he experiences God's silence in these terrible circumstances. The struggle with the absence and silence of God when facing suffering and pain has long been a matter of contemplation. Examples of such are widely seen, e.g. in the lamentations and hymns of the Old Testament. The article examines how Scorsese's film deals with that struggle in the light of his Catholic background. It also examines how the close identification with Ch


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Ritröð Guðfræðistofnunar