Bono og Davíð. Áhrif Davíðssálma á texta hljómsveitarinnar U2

Gunnar J. Gunnarsson

Útdráttur


Í mörgum af textum írsku rokkhljómsveitarinnar U2 má finna ýmis trúarstef og trúarlegar vísanir. Bono eða Paul David Hewson, söngvari hljómsveitarinnar, er höfundur flestra textanna og hann hefur í viðtölum tjáð sig um áhrif kristinnar trúar á líf sitt og mótun. Davíð og sálmarnir, sem við hann eru kenndir í Biblíunni, virðast í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Í greininni eru áhrif Davíðssálma á kveðskap Bonos rannsökuð sérstaklega, bæði með því að skoða bakgrunn hans og viðhorf og dæmi um texta sem hafa að geyma beinar eða óbeinar vísanir í Davíðssálma. Leitað er svara við því hvers vegna og með hvaða hætti svo fornir sálmar hafa áhrif á texta rokkstjörnu og réttindabaráttumanns í nútímanum. Niðurstöðurnar eru síðan ræddar í ljósi túlkunarheimspeki Hans Georg Gadamers og umræðu hans um áhrifasögu, túlkunaraðstæður og samruna sjóndeildarhringanna. Í ljós kemur að textar Bonos, sem vísa til Davíðssálmanna, fela í sér samruna ólíkra sjóndeildar-hringa þannig að stef úr þeim öðlast endurnýjun í kveðskap rokksöngvara og réttinda-baráttumanns sem talar inn í aðstæður samtímans.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Útgáfusvæði Ritraðar Guðfræðistofnunar hefur frá og með árinu 2021 verið flutt á vefsvæðið timarit.hi.is/ritrodgudfraedistofnunar/