Kærleikur og líknsemi

Sólveig Anna Bóasdóttir

Útdráttur


Greinin byggir á guðfræðilegri og siðfræðilegri túlkun tveggja þekktra samtíðar-guðfræðinga, þeirra Marie M. Fortune og Wendy Farley, og fjallar um samband guðfræði, predikunar, guðsmyndar og sjálfsmyndar kristinna kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ljóst er að túlkun kristinna kvenna á því ofbeldi sem þær verða orðið fyrir og sálræn líðan þeirra tengist að mikilvægu leyti kristnum hugmyndaheimi og kristinni boðun. Í greininni er því haldið fram að mikilvægt sé að staðsetja ábyrgðina á ofbeldinu og niðurlægingu kvennanna hjá gerendunum, og samtímis sé mikilvægt að skilja ábyrgð kristinnar hefðar og túlkunar á sjálfskilningi kvennanna – einkum þegar þær telja að þær eigi ofbeldið skilið eða að Guð stjórni því. Þess vegna, hljóðar niðurstaða greinarinnar, er brýn nauðsyn á því að endurbæta guðfræðina og boðunina sem slíka en ekki síður framkomu kirkjunnar við konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi.

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


Ritröð Guðfræðistofnunar