Sérrit 2020 – Mat á námi og vellíðan barna í leikskóla

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntunSérrit 2020 – Mat á námi og vellíðan barna í leikskóla

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2020 – Mat á námi og vellíðan barna í leikskóla er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjóri: Anna Magnea Hreinsdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnissstjórn fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Í sérritinu eru sex greinar alls – einni er ritstýrt og fimm eru ritrýndar. Auk almenns prófarkalesturs eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Mat á námi og vellíðan barna: Lærdómur af samstarfsrannsókn í fimm leikskólum, „Það var eitthvað meira þarna“: Mat á námi með áherslu á vellíðan barna, Þróun námssöguskráninga – þátttaka foreldra og barna, „Þetta þarf að virka hratt og örugglega“: Áskoranir við að þróa aðferðir sem meta nám og vellíðan barna í leikskóla, Rafrænar námssöguskráningar í leikskóla og „Gagnlegast að sjá þessa hluti sem maður sér ekki venjulega“: Mat á námi og vellíðan leikskólabarna af erlendum uppruna.

Efnisyfirlit

Ritrýndar greinar

Daníel Steingrímsson, Kristín Karlsdóttir
PDF
Jelena Kuzminove, Bryndís Garðarsdóttir, Margrét Sigríður Björnsdóttir
PDF
Linda R. Jóhannsdóttir, Sara M. Ólafsdóttir
PDF
Bergþóra F. Einarsdóttir, Margrét Sigríður Björnsdóttir
PDF
Agnes Gústafsdóttir, Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir
PDF

Ritstýrðar greinar

Kristín Karlsdóttir, Margrét Sigríður Björnsdóttir, Sara M. Ólafsdóttir
PDF