2019

Sérrit 2019 - Menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi í grunnskóla

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2019 – Menntun barna í leikskóla og á yngsta stigi í grunnskóla er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórar: Arna Hólmfríður Jónsdóttir og Kristín Norðdahl. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Í sérritinu eru 9 ritrýndar greinar. Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Hvaða augum líta börn leikskólakennara? Hlutverk og miðlun gilda í leikskólum; Mat leikskólabarna á þátttöku í tilviksrannsókn; „Þeir leika saman og eru glaðir, það er bara svo gott“: Félagsleg tengsl og vinátta leikskólabarna af erlendum uppruna; „Það er ekki til ein uppskrift“: Fyrsta ár flóttabarna í leikskólum í þremur sveitarfélögum á Íslandi; „…mér má finnast öðruvísi…“ Hugleikur – samræður til náms í leikskóla; Líðan leikskólakennara og leiðbeinenda í leikskólum í kjölfar efnahagshrunsins; Námsmat á yngsta stigi í skóla án aðgreiningar; Stafræn tækni í leikskólastarfi: Sjónarhorn frumkvöðla; Sköpunarsmiðjur í menntun ungra barna: Reynsla og viðhorf starfsfólks skóla, safna og sköpunarsmiðja

Efnisyfirlit

Ritrýndar greinar

Jóhanna Einarsdóttir, Hrönn Pálmadóttir
PDF
Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Kristín Dýrfjörð
PDF
Eyrún María Rúnarsdóttir, Svava Rán Valgeirsdóttir
PDF
Hanna Ragnarsdóttir
PDF
Jórunn Elídóttir, Sólveig Zophoníasdóttir
PDF
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir
PDF
Auður Lilja Harðardóttir, Jóhanna Karlsdóttir
PDF
Anna Elísa Hreiðarsdóttir
PDF
Sólveig Jakobsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, Svanborg R. Jónsdóttir, Svava Pétursdóttir
PDF