Skuldbinding leikskólakennara til vinnustaðar: Starfsandi í lykilhlutverki

Rakel Ýr Isaksen, Ingileif Ástvaldsdóttir, Kristján Ketill Stefánsson

Útdráttur


Lög um eitt leyfisbréf leik-, grunn- og framhaldsskólakennara tóku gildi þann 1. janúar 2020. Eftir gildistöku laganna flutti fjöldi leikskólakennara sig um set og hóf störf á grunnskólastigi. Markmið rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar og koma auga á vísbendingar um hvernig megi varðveita hæfni og sérþekkingu starfandi leikskólakennara. Rannsóknaraðferðin var megindleg, rýnt var í fyrirliggjandi gögn og þau greind með lýsandi tölfræði og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu. Gagnasafnið samanstóð af svörum 1250 leikskólakennara við starfsmannakönnun Skólapúlsins fyrir leikskóla, sem svarað var vorin 2020 og 2021. Tvíþáttakenningin (e. Motivation hygiene theory) var lögð til grundvallar varðandi greiningu gagnanna. Tvær tilgátur voru prófaðar: 1. Leikskólakennarar sem upplifa sterka hvataþætti (t.d. góðan starfsanda) eru líklegir til að sýna skuldbindingu til vinnustaðar; 2. Leikskólakennarar sem upplifa slaka hollustuhætti (t.d. mikið vinnuálag) eru ólíklegir til að sýna skuldbindingu til vinnustaðar. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að hvataþættirnir starfsandi, jákvæðar áskoranir í starfi og ræktun mannauðs væru í lykilhlutverki hvað varðar skuldbindingu leikskólakennara til vinnustaðarins. Niðurstöðurnar gáfu jafnframt til kynna að viðvarandi vinnuálag spilaði mikilvægt hlutverk í ótímabæru brotthvarfi leikskólakennara úr starfi. Brýnt virðist að styðja við hvatabundna þætti og draga úr neikvæðum hollustuþáttum í starfsumhverfi leikskóla.

Efnisorð


starfsumhverfi leikskóla; hvataþættir; hollustuþættir; skuldbinding til vinnustaðar

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/netla.2023.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir