Ljóð, sögur og lifandi hugsun

Ólafur Páll Jónsson

Útdráttur


Jón Torfi Jónasson hefur velt fyrir sér hvernig á því standi að sem kennsluaðferð virðist samræða ævinlega lenda úti á jaðrinum í skólastarfi þrátt fyrir að í aldanna rás hafi hver umbótahugmyndin rekið aðra þar sem samræður eða rökræður hafa einmitt verið í brennidepli. Í þessari grein færi ég rök fyrir því að ein ástæða fyrir jaðarsetningu samræðna sé að námsefni sé gjarnan svo dautt og leiðinlegt að það geti alls ekki vakið upp samræður og haldið þeim á lífi. Kennslubækur eru gjarnan skrifaðar með það í huga að miðla til nemenda staðreyndum eða þekkingu svo þeir geti yfirgefið heim fáviskunnar og orðið íbúar í heimi þekkingar. Þótt svona textar séu vel meintir er afraksturinn oftar en ekki texti sem fyrir nemendum er lokaður og alveg steindauður. Stundum er reynt að bregðast við þessum vanda með því að tengja lesefnið við reynslu nemenda eða finna því stað í hversdagsleikanum, eins og þegar kennslubók í stærðfræði fjallar um launaseðla og vaxtaútreikninga á húsnæðislánum. Slíkt viðbragð er misráðið því dauður texti lifnar ekki við með því að láta hann fjalla um leiðinlega, hversdagslega hluti. Andspænis þessum vanda má læra ýmislegt af ljóðum og sögum; þau hjálpa okkur að tengjast heiminum, skynja heiminn, skilja heiminn, hvort heldur hinn dauða heim sem svo er kallaður eða þann heim sem er lifandi og iðandi af fólki og öðrum lífverum. Það eru þó ekki aðeins námsefnishöfundar sem þyrftu að tileinka sér þennan lærdóm, vísindamenn mættu einnig gera það.

Efnisorð


námsefni; rökræður; samræður; ljóð; nám; Aldo Leopold

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.91

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir