Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Hafdís Guðjónsdóttir
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Hafdís Guðjónsdóttir (hafdgud@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áður en hún hóf störf þar kenndi hún í 26 ár við grunnskóla og sinnti bæði bekkjar- og sérkennslu. Rannsóknir hennar byggjast aðallega á eigindlegum rannsóknum, starfstengdri sjálfsrýni og starfendarannsóknum. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á menntun án aðgreiningar, fjölmenningarlega kennslu, kennslufræði, starfsþróun kennara og fagmennsku, en einnig á kennaramenntun og þróun kennaramenntenda.
Svanborg Rannveig Jónsdóttir
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Svanborg Rannveig Jónsdóttir (svanjons@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978 með íslensku og dönsku sem aðalgreinar. Hún lauk M.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2005 með áherslu á nýsköpunarmennt. Árið 2011 lauk hún doktorsnámi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er titill doktorsritgerðar hennar The location of innovation education in Icelandic compulsory schools. Rannsóknir hennar snúast um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, námskrárfræði, skapandi skólastarf, breytingastarf og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun.
Karen Rut Gísladóttir
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Karen Rut Gísladóttir (karenrut@hi.is) er prófessor í kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í íslensku með táknmál sem aukagrein árið 1998, prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 2000, M.Paed. í íslensku og kennslufræði árið 2001, meistaraprófi í læsisfræðum frá Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum 2005 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2011. Rannsóknir hennar beinast að félagsmenningarlegum skilningi á tungumáli og læsi, fjölmenningu og þróun kennara í starfi. Rannsóknaraðferðir eru starfendarannsóknir, starfstengd sjálfsrýni og eigindlegar aðferðir.
Edda Óskarsdóttir
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Edda Óskarsdóttir (eddao@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í sérkennslu frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum 1993 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2017. Hún starfaði sem sérkennari og deildarstjóri stoðþjónustu í grunnskóla í tvo áratugi. Rannsóknarsvið hennar er einkum menntun fyrir alla og í tengslum við það kennaramenntun, starfsþróun kennara ásamt stefnumótun og þróun skólastarfs sem stuðlar að menntun fyrir alla.
Anna Katarzyna Wozniczka
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Anna Katarzyna Wozniczka (akw1@hi.is) er doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í alþjóðlegum samskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Katowice, Póllandi árið 2006 og meistaraprófi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2011. Anna hefur verið stundakennari við Menntavísindasvið frá árinu 2014 en doktorsrannsókn sem og aðrar rannsóknir hennar beinast að stöðu nemenda af erlendum uppruna
The PDF file you selected should load here if your Web browser has a PDF reader plug-in installed (for example, a recent version of Adobe Acrobat Reader).
If you would like more information about how to print, save, and work with PDFs, Highwire Press provides a helpful Frequently Asked Questions about PDFs.
Alternatively, you can download the PDF file directly to your computer, from where it can be opened using a PDF reader. To download the PDF, click the Download link above.