Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Kristín Björnsdóttir
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Kristín Björnsdóttir (kbjorns@hi.is) er prófessor í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BM-prófi í músíkþerapíu frá East Carolina University í Bandaríkjunum 1997, fékk kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla 1999, lauk meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2002 og doktorsprófi í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands 2009. Kristín starfaði um árabil með fötluðum börnum og ungmennum í skólakerfi og tómstundum. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að skólagöngu og samfélagsþátttöku fólks með þroskahömlun og samspili menningar, kyngervis og fötlunar. Kristín var í nokkur misseri umsjónarmaður starfstengds diplómunáms fyrir fólk með þroskahömlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Ólafur Páll Jónsson
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Ólafur Páll Jónsson (opj@hi.is) er prófessor í heimspeki við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann vinnur á sviði heimspeki menntunar, einkum kenninga um lýðræði og réttlæti, menntun til sjálfbærni og skóla án aðgreiningar. Hann hefur gefið út greinar og bækur um heimspeki náttúrunnar, heimspeki menntunar, málspeki og heimspekilega rökfræði. Hann er höfundur bókanna Annáll um líf í annasömum heimi (Sæmundur, 2020), Sannfæring og rök (Háskólaútgáfan, 2016), Náttúra, vald og verðmæti (Hið íslenska bókmenntafélag, 2007), Lýðræði, réttlæti og menntun (Háskólaútgáfan, 2011) Fyrirlestrar um frumspeki (Háskólaútgáfan 2012) og Fjársjóðsleit í Granada (Draumórar, 2014).
Guðrún V. Stefánsdóttir
Háskóli Íslands - Menntavísindasvið
Guðrún V. Stefánsdóttir (gvs@hi.is) er prófessor í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar eru lífssögu- og samvinnurannsóknir með fötluðu fólki, rannsóknir á sjálfræði og háskólanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Guðrún var í nokkur misseri umsjónarmaður starfstengds diplómunáms fyrir fólk með þroskahömlun við Kennaraháskóla Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
The PDF file you selected should load here if your Web browser has a PDF reader plug-in installed (for example, a recent version of Adobe Acrobat Reader).
If you would like more information about how to print, save, and work with PDFs, Highwire Press provides a helpful Frequently Asked Questions about PDFs.
Alternatively, you can download the PDF file directly to your computer, from where it can be opened using a PDF reader. To download the PDF, click the Download link above.