Togstreita og andstæð sjónarmið: Sýn kennara og skólastjórnenda á þróun framtíðarmöguleika frmhaldsskólans

Guðrún Ragnarsdóttir, Súsanna Margrét Gestsdóttir

Útdráttur


Ekki fer á milli mála að COVID-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á skólastarf víðsvegar um heiminn. Á Íslandi fór starfsemi framhaldsskóla að mestu fram með fjarfundabúnaði í heilt ár og starfsfólk og nemendur sinntu verkefnum sínum að heiman. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á sýn kennara og stjórnenda þriggja framhaldsskóla á þróun framhaldsskólans og framtíðarmöguleika með hliðsjón af þeirri reynslu sem kreppuástand heimsfaraldurs hefur veitt til þessa. Greinin byggir á viðtölum við tólf kennara og sex stjórnendur þriggja ólíkra skóla sem tekin voru ári eftir að framhaldsskólahúsnæði á Íslandi var lokað. Skólarnir og viðmælendur voru valdir með tilgangsúrtaki. Niðurstöðurnar sýna áhugaverða togstreitu og andstæð sjónarmið viðmælenda. Þátttakendur lögðu áherslu á umhyggju fyrir nemendum og að farsóttin hefði skerpt á hugmyndum um félagslegt gildi framhaldsskólans. Einnig bentu þeir á tækniframfarir í kennslu sinni og sáu fyrir sér opnara og sveigjanlegra skólastarf til að koma til móts við þarfir ólíkra nemenda og kennara. Jafnframt fjölluðu þeir um margvíslegar áskoranir í því samhengi. Niðurstöður greinarinnar eru mikilvægt innlegg í áframhaldandi umræðu um þróun framhaldsskólans. Þær sýna reynslu kennara og skólastjórnenda sem staddir voru í óvæntu breytingaferli og hugmyndir þeirra um þróun og framtíðarmöguleika skólastigsins. Höfundar leggja áherslu á að raddir skólafólks verði sterkar í samræðum um mótun framhaldsskóla framtíðarinnar.

Efnisorð


framhaldsskólakennarar; skólastjórnendur; COVID-19; skólaþróun; félagslegt hlutverk skólastarfs; sveigjanlegt skólastarf; tæknistudd kennsla

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.80

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir