Stutt nám handa stelpunum. Um hömlur á menntasókn íslenskra stúlkna á 20. öld

Helgi Skúli Kjartansson

Útdráttur


Skólaganga íslenskra ungmenna, umfram skyldufræðslu, hefur kynslóðum saman verið að lengjast. Breytingin fór hægt af stað og hægar hjá stúlkum en piltum svo að fyrir hundrað árum voru þær aðeins brot af nemendafjölda, bæði í langskólanámi og styttra námi, almennu jafnt sem starfstengdu. Þá hefst það ferli sem greinin fjallar um og leiddi til núverandi stöðu: Að stúlkur eða konur ná betri árangri í námi en piltar eða karlar og halda lengur áfram í skóla, og er munurinn mestur í almennu bóklegu námi. Þannig urðu þær meirihluti útskrifaðra, fyrst á stúdentsprófi 1978, síðan á grunnstigi háskólanáms, þá meistarastigi og loks doktorsstigi. Á undan fóru tímabil þar sem skólasókn stúlkna beindist einkum að húsmæðraskólum (fram um 1950), þá að verknáms- og verslunarbrautum gagnfræðastigs og starfsnámsbrautum sérskólastigs (m.a. kennaraskóla). Þegar stúlkum fjölgaði á háskólastigi var það ekki síst í stuttu starfsréttindanámi (stúdentadeild kennaraskóla, meinafræði, tækniteiknun). Hér er leitast við að skýra þessa þróun. Annars vegar út frá hugmyndum hvers tíma um hlutverk kvenna í samfélagi og á vinnumarkaði, en þær beindu stúlkum í stutt nám og starfstengt. Hins vegar út frá undirliggjandi áhuga stúlkna, ekki síður en pilta, á bóklegri menntun, áhuga sem til lengdar lét ekki stýrast af praktískum sjónarmiðum.

Efnisorð


skólasaga (Ísland); menntun kvenna; námsval; húsmæðraskólar

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.75

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir