„Margir ungir karlmenn vita ekki að það er hægt að vera karlkyns sjúkraliði“ Áskoranir og tækifæri í starfi karlkyns sjúkraliða

Hermína Huld Hilmarsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Útdráttur


Umfjöllunarefni greinarinnar er karlkyns sjúkraliðar og störf þeirra á vettvangi þar sem langflest starfsfólk er kvenkyns og var meginrannsóknarspurningin hver reynsla karla væri af starfi sjúkraliða. Tekin voru viðtöl við átta karlkyns sjúkraliða á ólíkum aldri snemma árs 2017. Reynsla viðmælenda var sú að karlar gætu sinnt nærgætinni umönnun og þeir væru jafn færir um að sýna fagmennsku og alúð og konurnar í starfinu. Þótt þeir væru ánægðir með starfið var reynsla þeirra innan kvennastéttar í samræmi við margvíslegar staðalmyndir og kynhlutverk í samfélaginu. Niðurstöður gefa til kynna að í nánast öllum þáttum er lutu að starfinu var hægt að sjá einhvers konar afleiðingar eðlishyggju í samfélaginu um að starfið væri kvennastarf. Ekki síst kom þetta í ljós hvað fordóma varðar, til dæmis þegar notendur þjónustunnar eða aðstandendur voru tortryggnir körlum í starfinu, eða þegar sett var jafnaðarmerki á milli þess að vera karl og eiga að hafa meiri afkastagetu en konurnar. Viðmælendurnir virtust þó ekki taka þá fordóma sem þeir mættu nærri sér. Þegar þeir voru inntir eftir hvers vegna ekki væru fleiri karlar í stéttinni, og hvort rétt væri að reyna að fjölga þeim og þá hvernig, nefndu þeir gjarnan leiðir sem tengdust hugmyndum um karlmennsku og eðlishyggju, svo sem meiri ábyrgð og hærri laun.

Efnisorð


sjúkraliðar; karlkyns sjúkraliðar; kyn; karlmennska; vinnustaðir

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/netla.2021.8

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir