Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Edda Óskarsdóttir (eddao@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í sérkennslu frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum 1993 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2017. Rannsóknarsvið hennar er einkum skóli án aðgreiningar og í tengslum við það kennaramenntun, starfsþróun kennara ásamt stefnumótun og þróun skólastarfs sem stuðlar að menntun fyrir alla.
Hermína Gunnþórsdóttir (hermina@unak.is) er prófessor við kennaradeild Háskólans á Akureyri og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur starfað við leik-, grunnog framhaldsskóla og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2014. Helstu viðfangsefni hennar í kennslu og rannsóknum tengjast félagslegu réttlæti í menntun, skóla og námi án aðgreiningar, fjölmenningu og menntun, fötlunarfræði, menntastefnu og framkvæmd.
Birna María Svanbjörnsdóttir (birnas@unak.is) er dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1988 og starfaði sem grunnskólakennari um árabil. Hún lauk M.Ed.-gráðu frá Háskólanum á Akureyri 2005 og doktorsprófi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2015. Helstu áherslur í rannsóknum hennar lúta að starfsþróun kennara, starfstengdri leiðsögn og uppbyggingu og þróun faglegs lærdómssamfélags.
Rúnar Sigþórsson (runar@unak.is) er prófessor emeritus við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Hann lauk meistaraprófi í skólaþróun frá Háskólanum í Cambridge í Englandi 1996 og doktorsprófi í menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands 2008. Rannsóknarsvið hans er einkum námskrá, kennslutilhögun, nám og námsmat, ásamt stefnumótun og þróun skólastarfs á þessum sviðum.
The PDF file you selected should load here if your Web browser has a PDF reader plug-in installed (for example, a recent version of Adobe Acrobat Reader).
If you would like more information about how to print, save, and work with PDFs, Highwire Press provides a helpful Frequently Asked Questions about PDFs.
Alternatively, you can download the PDF file directly to your computer, from where it can be opened using a PDF reader. To download the PDF, click the Download link above.