Baktilvísanir
- Engar baktilvísanir
Guðrún Geirsdóttir (gudgeirs@hi.is) er dósent í menntunarfræðum við Háskóla Íslands. Hún er jafnframt deildarstjóri Kennlsumiðstöðvar Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að námskrárgerð, kennsluháttum og kennsluþróun á háskólastigi. Guðrún er með doktorspróf í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands, M.Sc. í námskrárfræðum frá Pennsylvania State University og BA gráðu í uppeldisfræðum auk kennsluréttinda frá frá Háskóla Íslands.
Marco Solimene (mas18@hi.is) er með meistarapróf í félagsfræði frá La Sapienza háskóla í Róm, og lauk doktorsgráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands 2014. Frá 1999 hefur hann unnið að etnógrafískum mannfræðirannsóknum með Róma-fólki á Ítalíu, Rúmeníu og Bosníu. Rit hans fjalla um hreyfingu og innflytjendamál, minni, óformleika, stjórnunartækni og andóf. Marco er stundakennari við Mannfræðideild Háskóla Íslands.
Ragna Kemp Haraldsdóttir (rh@hi.is) er lektor í upplýsingafræði með áherslu á upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti við Háskóla Íslands. Í rannsóknum og kennslu hefur Ragna helst skoðað samverkan hins mannlega og hins tæknilega í stjórnun og miðlun upplýsinga. Ragna er með doktorspróf í upplýsingafræði, meistarapróf í stjórnun og miðlun upplýsinga frá Árósarháskóla og BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands.
Thamar Melanie Heijstra (thamar@hi.is) er dósent í félagsfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Hún er með doktorsgráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar og sérhæfing snúa að vinnumenningu, vinnuaðstæðum, samræmi vinnu og einkalífs, líðan og kynjajafnrétti.
The PDF file you selected should load here if your Web browser has a PDF reader plug-in installed (for example, a recent version of Adobe Acrobat Reader).
If you would like more information about how to print, save, and work with PDFs, Highwire Press provides a helpful Frequently Asked Questions about PDFs.
Alternatively, you can download the PDF file directly to your computer, from where it can be opened using a PDF reader. To download the PDF, click the Download link above.