Frásagnir barna á tímum COVID-19

Salvör Nordal, Sigurveig Þórhallsdóttir, Eðvald Einar Stefánsson

Útdráttur


Í þessari grein er fjallað um frásagnir barna og ungmenna um hvernig það er að vera barn á tímum kórónuveirunnar og hvernig faraldurinn hafði áhrif á líf þeirra vorið 2020. Efninu er skipt upp í fimm flokka; fyrst er fjallað almennt um líf barna á þessum tíma, hinir fjórir flokkarnir endurspegla þau málefni sem helst brunnu á börnunum, en þau voru skólinn, tómstundir, fjölskyldan og vinir og loks sóttvarnaaðgerðir. Miklar breytingar urðu á skólahaldi og tómstundastarfi, sérstaklega frá 16. mars til 4. maí þegar umfangsmiklar samkomutakmarkanir voru í gildi. Samverustundir fjölskyldunnar urðu almennt fleiri á þessu tímabili þar sem börn og foreldrar voru meira heima en vanalega.

Umboðsmaður barna leggur í starfi sínu áherslu á 12. gr. Barnasáttmálans sem kveður á um rétt barna til þess að taka þátt í samfélagslegri umræðu og að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra. Með það að markmiði að fá upplýsingar um hvernig börn upplifðu þennan tíma sendi umboðsmaður barna bréf til allra grunnskóla í byrjun mars þar sem óskað var eftir frásögnum barna og ungmenna um hvernig það er að vera barn á tímum kórónuveirunnar og hvernig faraldurinn hafði áhrif á daglegt líf þeirra. Verkefnið var jafnframt kynnt á samfélagsmiðlum. Skilafrestur var til enda skólaársins vorið 2020. Alls bárust 116 svör frá börnum og ungmennum, mest var af skriflegum frásögnum en einnig bárust myndir, ljóð og myndskeið. Samantekt af frásögnum barnanna var birt á vefsíðu umboðsmanns í október 2020 og var einnig kynnt í fréttum á KrakkaRÚV. Með því að fá fram sjónarmið barna má betur draga lærdóm af reynslu þeirra og hvernig haga beri takmörkunum sem þessum í framtíðinni eða þegar aftur þarf að grípa til svo afdrifaríkra inngripa í samfélagið.


Efnisorð


Umboðsmaður barna; kórónuveiran; COVID-19; frásagnir barna; réttindi barna; Barnasáttmálinn; grunnskóli; nemendur; íþróttir og tómstundir; samkomubann; fjölskyldan

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/serritnetla.2020.14

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir