Kynlífsmenning framhaldsskólanema frá sjónarhorni ungra karla

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir,, Þórður Kristinsson, Þorgerður Einarsdóttir Einarsdóttir

Útdráttur


Kynlífsmenning ungs fólks hefur breyst hratt á undanförnum áratugum. Í greininni er fjallað um upplifun ungra karla af þeirri kynlífsmenningu sem tíðkast í framhaldsskólum nú á dögum. Spurt er hvaða skilning þeir leggja í kynlífsmenninguna, hvaðan hugmyndir þeirra um kynlíf koma, hvort þeir upplifa þrýsting í þessum efnum og hvernig hann birtist. Tekin voru einstaklings- og rýnihópaviðtöl við 11 stráka á aldrinum 18 til 21 árs úr tíu framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Fræðileg sjónarmið greinarinnar byggjast á því að kynlífsmenningin hverju sinni móti nokkurs konar kynlífshandrit eða forskrift að hegðun og væntingum. Kynlífshandrit geta verið mismunandi fyrir ólíka hópa og gefa þannig ólík skilaboð eftir því hvaða hópar eiga í hlut. Þannig eiga strákar og ungir karlar gjarnan að vera virkir kynferðislegir gerendur og mikil reynsla á kynlífssviðinu þykir eftirsóknarverð. Stelpur á hinn bóginn eiga að halda sig innan ákveðins ramma og takmarka fjölda bólfélaga, annars eiga þær á hættu að fá á sig druslustimpil. Niðurstöður benda til þess að félagsþrýstingur hafi töluverð áhrif á kynlífsmenningu ungra karla. Mikill þrýstingur er á þeim að vera ávallt reiðubúnir að stunda kynlíf og helst að deila þeirri reynslu með kunningjahópnum. Klám hefur mikil áhrif á hugmyndir þeirra um hvers er vænst af þeim í kynlífi og reyna þeir margir hverjir að standast þær væntingar. Þá telja þeir að mismunandi reglur gildi um kynhegðun karla og kvenna og að strákum leyfist meira í kynferðislegum efnum. Enda þótt stór hluti stráka taki þátt í ríkjandi kynlífsmenningu reynist hún mörgum þeirra erfið og kvíðavaldandi.

Efnisorð


Kynlífsmenning; kynlífshandrit; þrýstingur; kynjakerfi

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/netla.2019.9

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir