Ævintýralegt jafnrétti. Starfendarannsókn í leikskóla

Anna Elísa Hreiðarsdóttir

Útdráttur


Grein þessi fjallar um starfendarannsókn sem gerð var á deild fjögurra ára barna í leikskólanum Iðavelli, Akureyri, veturinn 2013–2014. Þá vann skólinn að þróunar verkefninu Ævintýralegt jafnrétti með styrk frá Sprotasjóði mennta- og menninga málaráðuneytisins og var höfundur greinarinnar verkefnisstjóri. Þróunarverkefnið bar heitið Ævintýralegt jafnrétti. Kynjahugmyndir leikskólabarna og miðaði að því að vinna markvisst með börnum að fjölbreyttum verkefnum tengdum kynhlutverkum og jafnrétti.
Markmið starfendarannsóknarinnar var að ef la kennara sem fagmenn og auka færni þeirra til að þróa eigin starfshætti með því að fylgjast kerfisbundið með og endur skoða vinnuna við þróunarverkefnið, ekki síst þátttöku og framlag barnanna. Þátttakendur voru kennarar á deild fjögurra ára barna og börnin á deildinni. Gagnaöf lun fór fram með skráningu á fundum og viðtölum við kennara og börnin sjálf, sem og við samanburðarhóp barna. Um skráningar sáu kennarar og verkefnisstjórar með ljósmyndum og upptökum, og gögnum um verkefni barnanna var safnað markvisst.
Niðurstöður sýna að kennarar urðu meðvitaðir bæði um eigin hugmyndir tengdar jafnrétti sem og viðfangsefni sem vinna má að með börnunum og það kom skýrt fram að frumkvæði kennara skipti miklu máli. Einnig má ráða af niðurstöðum að hæfni barna til gagnrýninnar umræðu jókst eftir því sem verkefninu f leytti fram en hún dalaði einnig hratt ef henni var ekki haldið við. Hluti af vinnu við verkefnið fólst í að vinna kennsluefni sem leikskólar geta nýtt sér. Kennsluefnið er í þremur hlutum. Einn þeirra er fyrir kennara, annar fyrir vinnu með foreldrum og loks eru verkefni til að vinna með börnum. Skýrslu um framgang þróunarverkefnisins var skilað til Sprotasjóðs og kennsluefnið er aðgengilegt á vef (Anna Elísa Hreiðarsdóttir, 2014; idavollur.is).

Efnisorð


Leikskóli, kynjajafnrétti; ævintýri; kyngervismótun; starfendarannsókn

Heildartexti:

PDF


DOI: https://doi.org/10.24270/netla.2018.4

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir