Að hanna fyrir ung börn með verndun og sjálfbærni að leiðarljósi: Leikskólaverkefnið í Lone Pine í Ástralíu

Svanborg R. Jónsdóttir, Julie Davis

Útdráttur


Í greininni segjum við frá þróun verkefnis sem snýst um að koma á laggirnar leikskóla í dýragarðinum Lone Pine Koala, sem auk koalabjarna hýsir margar tegundir af villtum áströlskum dýrum. Leikskólinn mun starfa með sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrsti höfundur greinarinnar heimsótti dýragarðinn í september 2014 og annar höfundur kynnti honum verkefnið. Í greininni ræðum við um mikilvægi sjálfbærnimenntunar og lýsum verkefninu og samstarfi starfsmanna í dýragarð- inum Lone Pine og Queensland University of Technology (QUT). Hugmyndir um fyrirhugaðan leikskóla byggja á hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem allt samfélagið á að taka þátt í uppeldi barnanna og starfið byggir á styrkleikum og áhugamálum þeirra. Markmiðið er að nám barnanna í leikskólanum eflist með reynslu af starfi sem byggir á áherslum um umhverfisvernd og reglulegum heimsóknum í dýragarðinn. Starfsmenn Lone Pine höfðu frumkvæði að samstarfi við QUT til að njóta sérfræðiþekkingar þeirra á leikskólastarfi með sjálfbærni að leiðarljósi. Samstarfið leiddi af sér þverfaglegt verkefni innan háskólans og við Lone Pine þar sem nemendur í leikskólafræðum annars vegar og hönnun og listum hins vegar unnu saman ásamt fræðimönnum. Við ályktum að verkefnið um leikskóla í Lone Pine sé dæmi um metnaðarfulla markmiðssetningu í menntun til sjálfbærni byggðri á gæðasamstarfi milli margra aðila.

Efnisorð


leikskóli; Lone Pine; sjálfbærnimenntun; menntun til sjálfbærni; menntun til sjálfbærrar þróunar

Heildartexti:

PDF (English)

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir