Samanburður á hreyfingu 11 til 12 ára nemenda í Noregi og á Íslandi byggður á skrefamæli og hreyfidagbók

Bjørg Oddrun Hallås, Torunn Herfindal, Hege Wergedahl

Útdráttur


Nákvæm þekking á hreyfingu (e. physical activity) á skólatíma og í tómstundum er ákaflega mikilvæg þegar efla á heilsu barna. Í þessari rannsókn var könnuð og borin saman hreyfing 11 til 12 ára barna í sjötta bekk í tveimur norrænum skólum, bæði á skólatíma og í frjálsum tíma með því að tefla saman skrefamælingum og hreyfidagbókarfærslum. Nemendur í Noregi (n=44) og á Íslandi (n=37) gengu með skrefamæla í sjö daga samfleytt og héldu hreyfidagbók fyrstu tvo dagana. Eftir að hreyfing nemenda hafði verið mæld með skrefamæli í eina viku fannst enginn marktækur munur á fjölda skrefa. Ekki mátti heldur greina marktækan mun á skrefafjölda á virkum dögum og helgardögum. En þegar einblínt var á þann hóp nemenda, sem taldi sig mæta þeirri lágmarkskröfu að hreyfa sig í minnst 60 mín- útur og taka fyrir stelpur 12.000 mæld skref á dag en fyrir stráka 15.000 mæld skref á dag, leiddu niðurstöður í ljós að hærra hlutfall norskra nemenda fyllti þann hóp. Íslendingarnir í hópnum, aftur á móti, reyndust hreyfa sig lengur og skila hærri skrefatölu. Norsku nemendurnir gerðu grein fyrir marktækt meiri hreyfingu fólginni í því að ganga eða hjóla til og frá skóla. Á meðal stráka var enginn annar marktækur munur. Stelpurnar aftur á móti gáfu til kynna marktækt meiri hreyfingu á æfingum á vegum íþróttafélaga og marktækt minni göngu í frístundum. Í hnotskurn má segja að þótt hreyfing norskra og íslenskra nemenda hafi verið ámóta mikil á heildina litið hafi nánari athugun á athöfnum á skólatíma og í frístundum leitt í ljós marktækan mun á þátttökuskólunum, meðal annars eftir kynjum. Rannsókn okkar hefur aukið þekkingu á hreyfingu 11 til 12 ára skólabarna í tveimur Norðurlanda. Niðurstöður okkar sýna þörf fyrir frekari rannsóknir á ýmsum þáttum sem geta stuðlað að því að nemendur á Norðurlöndum hreyfi sig meira.

Efnisorð


hreyfing; Noregur; Ísland; skrefamælir; hreyfidagbók; skólatími; tómstundir

Heildartexti:

PDF (English)

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir