Kröfur nemenda og tilurð þemanáms við nám og kennslu í Kennaraháskóla Íslands 1978

Gunnar Börkur Jónasson, Allyson Macdonald, Guðrún Kristinsdóttir

Útdráttur


Í rannsókn þeirri sem þessi grein byggir á beinum við sjónum að breytingum á kennaramenntun sem komu til framkvæmda við Kennaraháskóla Íslands haustið 1978. Kennaramenntun við skólann var á framhaldsskólastigi fram til 1971 en þá var menntunin færð upp á háskólastig með nýjum lögum frá Alþingi. Fyrstu ár Kennaraháskólans einkenndust af óróa og gagnrýni innan stofnunarinnar. Nemendur gagnrýndu bæði innihald og skipulag kennslunnar og sumir kennarar innan skólans tóku undir þá gagnrýni. Afleiðingin varð sú að nemendur og kennarar áttu saman viðræður um úrbætur og niðurstaða þeirra viðræðna varð ný nálgun að kennaramenntuninni sem oftast hefur verið kennd við þemanám. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn og markmið hennar er að nálgast hugmyndafræðina og ástæðurnar að baki breytingunum og hvaða öfl lágu að baki þeim. Rannsóknargögn koma frá skrifuðum heimildum og viðtölum. Tekin voru hálf opin viðtöl við tíu einstaklinga sem allir voru virkir í áðurnefndu breytingaferli, bæði nemendur og kennarar. Í greiningunni er lögð áhersla á að nálgast þemu: stöðugleika og óstöðugleika innan stofnunarinnar, þörfina á að brúa bilið á milli fræðanna annars vegar og hins raunverulega kennarastarfs hins vegar, rými Kennaraháskólans innan háskóla-samfélagsins og ytri áhrifavaldar. Í niðurstöðum koma fram vísbendingar um að öll þessi atriði hafi haft þýðingu í tengslum við breytingarnar og erfitt er að aðgreina þýðingu þeirra í breytingaferlinu. Það sem e.t.v. er áhugaverðast í niðurstöðum er hversu mikil áhrif ytri áhrifavalda virðist hafa verið. Áhrif Skólarannsóknardeildar og þeirrar hugmyndafræði sem þar var unnið eftir og birtist ef til vill best í þeim námskrám sem ritaðar voru í framhaldi af setningu grunnskólalaganna frá 1974, virðast hafa haft veruleg áhrif á það breytingaferli sem fjallað er um í þessari rannsókn

Efnisorð


kennaramenntun; yfirfærsla; háskólastig; samþætt verkefni; þemanám

Heildartexti:

PDF (English)

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir