Um elli og æsku

Mímnermos Mímnermos

Útdráttur


Brot 1
Hvaða líf, hvaða unun er án gylltrar Afródítu?
Ég deyi! þegar mér er ei lengur um þetta hugað,
launást og ljúfar gjafir og rekkju.
Þau æskunnar blóm eiga hug
karla jafnt sem kvenna — en er yfir færist aumleg
elli, sem lýti gefur og fögrum guma,
mæða ávallt illar raunir hjartað hvaðanæva.
Ei gleðst hann þá á sólar ljós að líta,
drengjum fjandsamlegur og sómalaus hjá konum.
Svo þungbæra hefur guð gert ellina.


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir