Enskuglettur Káins
Útdráttur
Vestur-Íslendingurinn Kristján Níels Jónsson (1860–1936), eða Káinn, K. N., orti um reynsluheim sinn í Norður-Ameríku, þar sem hann bjó lengstan hluta ævinnar, og á því máli sem honum var tamt, hvort heldur var á alhreinni og kjarngóðri íslensku – eða enskuskotinni. Hann er þekktastur fyrir góðlátlega kímni, leik sinn að íslensku máli og merkingu, og að varpa iðulega nýju og óvæntu ljósi á hversdagslegt líf og störf. Íslenskum lesendum fyrri tíma gat gengið illa – eða ekki – að skilja hjálparlaust ensk og vesturíslensk innskot skáldsins, þannig að leikur hans á milli mála var ekki auðskilinn, og það er varla fyrr en á seinni árum sem hann hefur farið að njóta sín, en það er þessi hlið á leikgleði Káins með mál, merkingu og rím sem hér er athuguð.
Lykilorð: Kristján Níels Jónsson Julius, Káinn, Kviðlingar, tvítyngdir orðaleikir, leikfræði
Efnisorð
Heildartexti:
PDFBaktilvísanir
- Engar baktilvísanir