Inngangur

Birna Arnbjörnsdóttir

Útdráttur


Í þessu sérriti er lýst í örstuttu máli meginstraumum í annarsmálsfræðum í dag og sjónum sérstaklega beint að þeim breytingum sem orðið hafa í annarsmálsfræðum eftir síðustu aldamót og endurspeglast í greinum ritsins. Þar ber mest á rannsóknum á því hvernig hið málsálfræðilega uppbyggingarferli tungumálsins og notkun mótast af félagslegu umhverfi þess (Larsen-Freeman 2018; Ellis 2021). Annarsmálsfræði byggja því á margþættum og þverfræðilegum rannsóknarnálgunum (Ellis 2021) sem gera þau að sérstaklega kraftmiklu og skemmtilegu fræðasviði. Hér verður stiklað á stóru og reynt að tengja kenningar í fræðunum við þær rannsóknir sem eru kynntar í þessu riti en flestar beinast að því að skýra hvernig málaðstæður hafa áhrif á máltileinkun, meðal annars magn og eðli ílags, málnotkun og viðhorf, í og utan kennslu. 


Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir